Monday, December 31, 2007

Hún er komin heim :D



Díma er loksins komin heim og búin að haga sér alveg eins og engill það hefur ekki komið neitt slys hérna inni. Alltaf búin að fara út í garð, ekkert smá dugleg miðað við allar sprengingarnar og það að hún hafi aldrei farið út áður.
Annars er hún orðin smá þreytt núna, svo mikið spennandi búið að vera að gerast að hún tekur sér bara svona smá blunda og heldur svo áfram að skoða :P
Hún lofar mjög góður og virkar allt öðruvísi hérna ein heima heldur en í hvolpa hópnum enda er hún núna að fá alla athyglina :D

Sunday, December 30, 2007

Á morgun..

Jibby það er aðeins 14 tímar þangað til að við förum að ná í gullmolann.
Mikil gleði og mikil tilhlökkun :)

Friday, December 21, 2007

Bifrastar Lucky Star :)


Þá er hún loksins orðin mín, en samt ekki komin til mín ennþá.
Hún María ræktandinn hennar Dímu vildi að hún myndi heita Bifrastar Lucky Star í ættbók og mér finnst það algjör snilld. Passar mjög vel við hana enda er hún lukku stjarnan mín :)
Ég og Jói rúlluðum upp á skaga í gær til að heimsækja hana í síðasta skiptið áður en við fáum hana afhenta 31.des.
Tíminn líður rosa hratt og það eru bara 10 dagar í að ég fái hana afhenta. Finnst eins og það hafi bara verið í gær sem María hringdi í mig og sagði að ég mætti fá hana og þá var hún ekki einu sinni orðinn sólahrings gömul.

Þetta á eftir að vera góð byrjun á nýju ári með loðin vin sér við hlið.

Wednesday, December 12, 2007

6. vikna dama



Núna er Díma orðinn 6.vikna og aðeins 19 dagar í að hún komi heim til okkar.
Ég get alveg staðfest það að eftirvæntinginn er orðinn mikil :)
Búin að biðja Ómar Smith um að taka myndir af henni þegar ég fæ hana svona sætar professional, hann tekur svo flottar myndir.
Förum að skoða hana í næstu viku mjög líklega á fimmtudaginn.

Annars er ekkert að gera nema að bíða, en hérna er smá jólamynd af henni sem ég stal af síðunni hennar Maríu :)

Monday, December 10, 2007

Webcam

Jói var svo sniðugur að græja webcam fyrir okkur þannig að við getum fylgst með Dímu í búrinu sínu á daginn :)
Það er reyndar alveg smá tími í að þetta fari í notkun, en núna eru sléttar 3 vikur í að Díma komi heim til okkar.
Tíminn er fljótur að líða en biðin er samt búin að vera löng. humm.. smá þversögn þarna :P
Erum í rauninni búin að vera að bíða eftir hundi í hálft ár. En ég vissi af Dímu þegar hún var búin að vera mánuð í mallanum á mömmu sinni. þannig að biðin eftir Dímu verður allt í allt 3 mánuðir :)

Hérna er svo Webcamið.

Friday, December 7, 2007

Þriðja heimsókninn.



við fórum og heimsóttum litla dýrið í gær. Í þriðja skiptið og það er alltaf alveg rosalegur munur á henni :)
Gaman að sjá hvað hún stækkar hratt.

Stefanía fór með okkur og varð alveg sjúk í að fá einn hvolp með sér leist rosa vel á einn rakkann.

En núna eru bara 23 dagar í að Díma komi heim þannig að það styttist í þetta.

Það er allt tilbúið fyrir hana búið að kaupa búr, mottur, skálar, dót og bursta.
Bara bíða eftir því að hún komi til okkar :)