Thursday, January 24, 2008

Romeo Versace



Við fórum að hitta nýja vin okkar hann Rómeo sem er sonur hennar Tinnu :)
Þeim samdi ekkert allt of vel í fyrstu en svo fór það nú að skána en Díma var hálf hrædd við litla karlinn enda urraði hann og gelti á hana :P

Tuesday, January 22, 2008

Snjór


Díma stækkar með hverjum deginum og er rosa dugleg að borða, enginn inni slys :P
Hún hefur reyndar lent í því tvisvar að missa smá þvag af spenningi þegar hún hefur verið að hitta nýtt ofsa spennandi fólk :)

Annars erum við að fara á eftir í Víðidalin í hvolpasprautu nr 2 svo að hún meigi nú fara að hitta aðra hunda enda erum við að fara passa vini okkar Alex og París(cavalier) í byrjun Feb. Og nóg af hundavinum til að hitta, Hektor sem er snauzer, Dimmu sem er min pin, Sprett sem er Bassett fauve og Alex og París sem eru Cavalier voffar.

Get ekki sagt annað en annað en að Poodleinn sé æðisleg tegund það litla sem ég er búin að kynnast henni og mjög þægilegir hundar. Hlakka mikið til þegar hún verður eldri og við getum farið að gera hluta saman af fullum krafti

Sunday, January 13, 2008

Baðtími



Við skelltum Dímu í bað í gær, það gékk rosa vel. Hún var ekkert yfir sig hrifin fyrst en svo var þetta allt í lagi. Við blésum hana svo í fyrsta skiptið með ryksugunni og hún svínvirkar alveg þurkar allt á met tíma, Díma var smá smeik við hana í fyrstu en ekki komst hún upp með það (hún fær ekki að vera hrædd við neitt). Eftir baðið leit hún út eins og hún hefði lent í þurrkara :) ég er ennþá að læra inn á poodle feldin en mér fannst hún samt rosa sæt og auðvitað fékk hún vænan harðfisk bita að launum fyrir að vera svona góð stelpa.

Thursday, January 10, 2008



Dímu finnst æði að sofa á fötunum hans Jóa og Jóa finnst það æði líka. Fín afsökun til að þurfa ekki að brjóta saman fötin og ganga frá þeim, heldur getur hann bara lagt þau frá sér hvar sem er svo að litli voffinn geti fengið að lúlla.

Wednesday, January 9, 2008

Retriver deildin rúlar :)

Ég var að tala við Sigurð sem sér um námskeiðin hjá Retriver deildinni og hann hefur samþykkt að fá okkur Dímu á námskeið þegar hún hefur náð réttum aldri :)
Ég er ekkert smá glöð enda er það stór draumur að nota Dímu í veiði.

Ég var ekki viss fyrst því eins og þið væntanlegað vitið þá er Díma ekki retriver hundur en hún er sækir. Og við skulum sko standa okkur eins og hetjur á þessu námskeiði.

Annars er allt gott að frétta af fröken Dímu hún er farin að skilja betur hvenær hún eigi að fara út og hvað hún eigi að gera þar :P Hún er búin að læra að sitja, liggja, heilsa og búr. Svona smá viðbót þá er ég líka að kenna henni að skríða :P

En þetta er allt gert þegar hún er full af einbeitingu og hætt eftir umþað bil tvær mín þá er einbeitninginn farinn enda ennþá lítill hvolpur.

Kveðja,

Díma og Dísa

Friday, January 4, 2008

Nafnið hennar Dímu og fyrsta vikan.

Ég hef komist að því með smá hjálp frá Wikipedia :) að nafnið hennar Dímu þýðir á ensku samt: Dima, an Arabic name for a girl, meaning "downpour", "first rain" or "the cloud that bears the first rain"

En annars erum við Díma bara að knúsast á daginn og læra nýja hluti.
Díma er alveg búin að fatta það að þegar hún fer út þá á hún að gera nr 1 eða 2 ekki hlaupa eins og hauslaus hæna í hringi :D en það er í miklu uppáhaldi að spretta úr spori út um allt.
Hún er búin að læra að sitja eftir skipun og leggst ef ég er með nammi annars ekki, svo í dag var hún í fyrsta skipti að heilsa.

Við fórum í bílferð upp í mosó í gær, en það var í fyrsta skiptið sem hún fer í búrinu sínu og það var ekki mikil gleði :P En hún hætti að væla að lokum.

Í dag bjallaði ég svo í Brynju Tomer til að fræðast um hunda sem eru heimsóknarvinir hjá rauðakrossinum, Díma er víst aðeins of ung í það vantar samt bara 10 mánuði upp á :)En Brynja sagði mér að hafa samband þegar hún yrði eins árs og þá mundum við meta það hvort hún væri tilbúin að fara í heimsóknir þangað til reynum við bara að hitta eins mikið af fólki og við getum og fara í svona skrítnar byggingar til að venja hana við. En þetta er rosalega spennandi verkefni og ég held að kónga púðlin sé kjörin í þetta verk.
En það er rosa mikið sem við Díma höfum planað saman í framtíðinni svo sjáum við bara til hvað okkur finnst skemmtilegast, en við ætlum að kíkja á hundsýningar, hundafimi, hundabjörgunar sveitina, veiði og heimsóknarvinur þannig að það verður nóg að gera, enda eru púðlar mikið fyrir vinnu þannig að henni leiðist ekki á meðan.

En á morgun ætlar Jói að sitja upp almennilega myndasíðu handa dömunni þannig að þetta fer allt að koma.

kveðja,
Díma og co.

Wednesday, January 2, 2008

Hvolpanámskeið.

Ég var að skrá okkur á hvolpanámskeið hjá Gallerí Voff förum þangað eftir 3 mánuði.
Annars gengur ennþá bara rosalega vel, sefur á næturnar og gerir allt sitt úti.