Sunday, March 23, 2008

Blautur púðli


Lítur svona út ;P

Við erum ennþá að passa Newton enda finnst Dímu rosa gaman að hafa hann.
Leikur sér endalaust við hann og hann þarf ekki einu sinni að taka þátt í leiknum til að henni finnist hann skemmtilegur.

Mér finnst rosa gaman að hafa tvo hunda en Jóa finnst skemmtilegra að hafa bara eitt dýr til að dekra..

Annars var Díma með smá glóðurauga í gær, eftir að hafa labbað á púströrið á bílnum okkar þetta var reyndar ekki mar, heldur sót af púströrinu sem leit út eins og glóðurauga þannig að hún var kölluð Depill í gær :P

Díma er stöðugt að þyngjast eftir að við fengum mat fyrir hana sem hún vill borða. Var hætt að borða gamla matinn. Núna er hún orðinn 11 kg.

Sunday, March 16, 2008

Newton í pössun



Við erum að passa Newton pabba hennar Dímu á meðan Aþena mamman er að lóða.
Tókum hann með okkur upp í sumó á föstudaginn og svo sjáum við til hvað hann verður lengi. Hingað til hefur pössuninn gengið alveg rosalega vel og þetta er ekkert smá auðveldur og þægur hundur. Hann elskar klapp og knús og hlýðir öllu sem við segjum.
Og hefur náð að bræða nokkur hjörtu :P Við fórum með hann í Garðheima í dag að kaupa mat handa Dímu en þar voru stórhundadagar í gangi og þó að Standard Poodelinn sé flokkaður sem smáhundur þá er það nú bara einhver tímaskekkja. Hann fékk allavega mikla athygli og mikið klapp og knús.

En svo við tölum nú smá um Dímu líka :)
Þá er hún að stækka á alveg feiknar hraða og orðinn 10 kg þannig að hún á svona helming eftir miðað við pabba sinn sem ég viktaði áðan og hann er slétt 20 kg, hún er samt ekki nógu dugleg að borða þessi elska en ætli það sé samt ekki bara fóðrið því hún elskar allt annað en það. Þannig að ég fór í dag og keypti bara aftur Royal Canine handa henni og hún kláraði það í einum hvelli.

Svo erum við að byrja á hvolpa námskeiði í næstu viku hjá Ástu í Gallerí Voff mig hlakkar alveg rosalega mikið til, Jói fór með Húgó þannig að ég fer með Dímu en auðvitað fylgist Jói með eins og ég fylgdist með Húgó. Svo kemur Romeó tjúa strákur með okkur líka þannig að þetta verður mikið fjör.

Svo næstu daga verður kveikt á webcaminu og þá getið þið séð Dímu og Newton :)
Ætli það verði ekki í gangi frá 9-15

Kveðja,
Díma og Newton

Sunday, March 9, 2008

hundahittingur



Fórum í dag upp á skaga til að hitta systkini Dímu eða hluta af þeim, Það voru 4 hvolpar sem mættu Díma kom ekki vegna veikinda :P en hún verður orðinn rosa fjörug fyrir næsta hitting enda er hún öll að koma til og alveg að verða hita laus.

Þeir voffar sem mættu voru Leon, Jazz, Sesar og Selma.
Það vantaði Bó, Flóka, Snúð, Garp og Dímu.

Við fórum í göngum og svo kíktum við heim til Maríu og Kára þar sem við fengum vöfflur og heitt kakó alveg magnað gott og hlakka mikið til næsta hittings.

Sunday, March 2, 2008

Díma farinn að missa hvolpa tennurnar :)



Ég skoða upp í Dímu á hverjum degi þannig að ég skil ekki hvernig þetta fór fram hjá mér :) en í gær þá var hún búin að missa allar tennurnar í efri gómnum nema eina.
Ég náði þeim reyndar ekki þannig að það var ekkert til að sitja undir koddan fyrir tannálfinn :P
Hérna er svo mynd af tannlaus gerpinu mínu ;)