Jæja nú fer að styttast í það sem við erum búin að vera bíða eftir :D Sýninginn á morgun og Díma var að koma úr baði glansandi fín og flott.
Þetta verður spennandi keppni enda eru 6 hvolpar úr gotinu sem taka þátt, met þáttaka miðað við að þetta er poodle og það er sko ekki auðvelt að halda þeim fínum fyrir sýningar. En engu að síður mjög gaman og alveg rosa glæsilegir hundar.
Annars byrjaði Díma að lóða á mánudaginn á besta tíma ever :) hún er bara að verða fullorðinn daman.
Núna er ég búin með skólan til að komast inn í hjúkkuna í haust þá ætti ég nú að fara að geta tekið mér tíma til að henda öllum myndunum inn :S ég hálf skammast mín bara hehe.. Og fara að vinna eitthvað í poodle.is :)
Þetta er allt að koma hjá okkur.
Annars vona ég bara að okkur gangi öllum rosa vel á morgun enda borgar sig að eiga fallega hunda til að mynda stofninn okkar hérna á íslandi sem ég vona að muni stækka í framtíðinni.
Við hittum svo hann Júlíus(Flóka) áðan og hann hefur það alveg rosalega gott, og lítur mun betur út, heldur en þegar við fengum hann... Mjög ánægð með nýja heimilið hans.
Vel ble í bili kem með update eftir sýningu á morgun.
Saturday, June 28, 2008
Sýning á morgun
Posted by Dísa at 2:58 PM |
Subscribe to:
Comment Feed (RSS)