Wednesday, September 24, 2008

Fréttir

Díma er að fara á sýningu núna á sunnudaginn ef hún nær að losna við allar flækjurnar í feldinu, ég sver að ég hélt að það væri ekki hægt að flækjast svona mikið á svona stuttum tíma..

En við vonum að Sóley geti gert kraftaverk ég ætla líka að reyna mitt besta án þess þó að reyta feldinn af :S

Charly hefur það rosa gott í einangrun ótrúlegt en satt, hann er að borða vel og er held ég bara sæll og glaður, enda ekki annað hægt þegar maður er svona sætur strákur.

Díma er fairnn að borða mun betur eftir að ég setti upp fasta matartíma núna fær hún 200 gr af dag af þurrmat eins og er mælt með fyrir hennar þyngd. Ég skipit þessu í tvær máltíðir 100g og 100g. Ég sá líka að þýddi ekkert að hafa hana svona free feedaða. Hvað er Charly er algjört matargat sem borðar allt sem hann sér þá myndi hann náttúrlega borða allt frá Dímu, þannig að það er gott að gefa þeim bara báðum í einu. Þá hef ég líka betri yfirsýn yfir það sem Díma er að borða.

Voffakveðja,

Dísa, Díma og Charly

Tuesday, September 16, 2008

Charly lendir á Íslandi eftir 2 tíma

Jæja þá er dagurinn kominn sem ég er búin að bíða lengi eftir ja eða alveg síðan 12.ágúst.
Jói og Charly eru í flugvélinni as we speak á leiðinni heim frá Amsterdam..

Charly fer svo beint í Hrísey þar sem hann mun dvelja næstu 4 vikurnar eða þangað til að við förum að sækja hann 16.okt.

Nú er Díma bara að nýta tíman sem einkahundur áður en Charly kemur, það er vonandi að þeim muni koma vel saman.

Annars er sýninginn bara eftir tvær vikur og við erum búnar að vera duglegar að æfa okkur og vonandi að sýninginn fari vel og allir skemmti sér konunglega.

Sunday, September 7, 2008

Díma, Charly og allt

Díma þreytt


Það er aðeins 1 vika í að Charly komi til íslands í einangrun, við lentum í smá basli í síðustu viku en það lagaðist allt í gær :) Og Charly er good to go. Jói fer til Amsterdams að sækja hann ekki núna á mánudaginn heldur næsta. Hann fékk nýjan titill síðustu helgi og núna er hann DPK Junior Winner 2008.

Það er allt gott að frétta af henni Dímu litlu hún er alltaf að stækka er reyndar ekki að bæta mikilli þyngd á sig en hún hækkar í cm er núna orðinn 53 cm sem er svo sem allt í lagi fyrir tík en samt svona í minni kantinum væri glöð ef hún næði 55 cm en ég efast um það :P

Hún fór í klippingu til Sóleyjar í síðustu viku og núna er hún kominn í alvöru continetal klippingu, ekkert smá flott.

Við erum líka farin að treysta henni meira og meira og nú hefur hún alla neðri hæðina út af fyrir sig á næturnar, en hún gerir ekkert af sér þá enda alveg rosaleg svefnpurka..

Jói er búin að vera að vinna í nýrri síðu fyrir poodle.is og það er allt í vinnslu komið look og svona en vantar bara efni. Það kemur fljótlega.