Tuesday, August 26, 2008

3 Vikur í að hnoðrinn komi til landsins



Í dag eru akkurat 3 vikur í að Jói og Charly lendi á keflavíkurflugvelli eftir stutt flug frá Amsterdam. Þá tekur við 4 vikna einangrun fyrir Charly í Hrísey. Hann er búin að fara í allar rannsóknir sem hann þarf að fara í, fékk A1 á mjaðmir svo fæ ég að vita PRA vonandi á morgun.

Það er mikil spenna og nú hefur Jói 7 vikur til að hætta að láta Dímu lúlla uppi í rúmi, því að ef Charly fær ekki að lúlla í rúminu þá fær litla prinsessan það ekki heldur :P góð ástæða til að losna við hana enda er ég á móti hundum í rúminu mínu :)

Annars verður farið allar helgar út í hrísey að heimsækja gripinn og kempa feldinn :) vill ekki að hann komi heim sem flókatrippi, segi svona ég veit að Kristinn í Hrísey á eftir að hugsa rosalega vel um hann.

Annars hefur Díma það bara mjög gott hún er sem betur fer að fitna og maður getur ekki lengur spilað á rifbeininn á henni. Hún er líka hætt að flækjast eins svakalega mikið og hún gerði thank god.

Thursday, August 21, 2008

Charly

Jæja nú styttist í nýjasti voffinn fari að koma til landsins, ennþá á eftir að gera nokkur test en ef það gengur allt upp þá ætti hann að mæta á klakann 16.sept.
Við vorum að fá niðurstöður úr mjaðmamyndum og hann er með A1 sem er bara það besta, gæti ekki verið meira happy með það :)
Ég fór út að hitta hann 12.ágúst og hann er algört æði.