Wednesday, February 27, 2008

Díma lasin



Díma nældi sér í kennel hósta sem á víst ekki að vera neitt alvarlegt enda byrjaði hún bara að sýna einkenni í gær og ég dreif mig strax með hana til dýralæknis í dag og fékk sýklalyf. Þannig að ég vona að þetta verðir fljótt að ganga yfir og ég er búin að láta alla voffa sem við hittum vita af þessu þannig að vonandi breiðist þetta ekki út. Þetta er eins og þegar barnið manns fær njálg á leikskóla þá þarf maður að láta alla foreldrana vita.

Annars er hérna smá grein um sjúkdóminn og svo mynd af sjúklingnum sem er reyndar ekkert svo mikil sjúklingur alveg bráð hress..

Wednesday, February 20, 2008

Díma er komin með hlutverk

Eða hún heldur að hún sé komin með hlutverk og það er að passa húsið. Hún er farin að eyða stórum hluta af deginum úti í garði að passa að enginn óboðinn láti sjá sig of nærri húsinu ef það gerist þá geltir hún tvisvar og röltir svo rosa stolt í burtu haldandi að hún hafi bjargað lífi okkar.
Hún má nú alveg hafa þetta hlutverk ef hún geltir ekki of mikið þá tökum við til okkar ráða. En það er fínt að láta fólk vita að það er komin "Stór" hundur í húsið :)

Svo fórum við í síðustu parvó sprautuna í dag ekkert vælt :)
Við bíðum spenntar eftir lifrabólgu sprautunni svo eftir 3 vikur þá erum við til í allt :)

Annars allt gott að frétta af okkur varðhundinum..

Sunday, February 17, 2008

Díma að stækka :)

Díma er orðinn 7.8 kg og stækkar stannslaust mamma fer næstum því að vera hrædd við hana :P
Við erum farin að kenna henni á hundaflautu og hún er strax búin að læra að koma þegar við flautum. Þetta er alveg yndisleg tegund rosa fljót að læra. Það eina sem eg ætla að kvarta yfir og ég þarf að laga er að hún geltir stundum úti í garði ef einhver gengur framhjá grindverkinu, hún er rosa varðhundur í sér.

Við Jói erum búin að leggja frá pening til að flytja inn rakka, en ekki fyrr en Díma er búin að fara í mjaðmamyndatöku. Það verður got hjá þessum ræktanda í haust og mig langar soldið í hvolp þaðan. En annars er ég líka að spá í að reyna að fá fullorðin hund sem hefur verið sýndur og mjaðmamyndaður svo við séum ekki að henda pening út um gluggan :S

Wednesday, February 13, 2008

búin að fá rakvél



Loksins kom rakvélin sem ég var búin að bíða svo lengi eftir Andis AGC 2, og auðvitað varð ég að prufa hana á Dímu og þar sem ég er ekki vön þá tók þetta smá tíma og eftir að Díma var búin að sýna mikla þolinmæðiði þá gafst hún upp. Þannig að hún er með smá hár á hökunni sem er aðeins lengra en það sést ekkert enda svo stutt síðan hún var rökuð síðast. Eftir raksturinn þá skellti ég henni í bað sem var löngu over due enda komnar 3 vikur síðan hún fór síðast í bað. En ég hafði keypt nýtt shampoo á sama tíma og rakvélina sem ég varð líka að prufa :)

Annars gengur bara alveg rosalega vel með hana erum að fara í síðustu parvo sprautuna í næstu viku og svo er komin orðrómur um að það sé nýtt bóluefni við lifrabólgu á leiðinni sem eru miklar gleðifréttir.

Myndin hérna að ofan er tekin af henni í gær eftir að ég var búin að greiða henni.

Friday, February 1, 2008

3. mánaða



Þá er Díma búin að búa hjá okkur í 1 mánuð finnst eins og það sé heil eilífð síðan við fórum að ná í hana en það er ekki lengra en þetta :)Það er rosalega margt búið að gerast á þessum mánuði við erum búin að hitta nokkra hundavini okkar og hunda fjölskylduna hennar Dímu. Núna erum við t.d. að passa Alex og París Cavalier bræður sem eru reyndar ekkert rosalega miklir vinir hennar Dímu en þau ná að lifa í sátt og samlyndi ef Díma lætur þá í friði :P smá grumpy gamlir kallar..
Díma er alveg orðið vön því að labba í taum hún á það reyndar til að skoppa full mikið varla að hún snerti jörðina þegar við förum út. Svo er hún orðin alveg húsvön og farin að láta vita þegar hún vill fara út, en missir stundum inni smá þvag við mikin spenning en þá höfum við oftast bara hent henni út ef við vitum að það er mikil spenningur á leiðinni :)
Díma er í dag 7 kg og stækkar hratt og alveg æðislegur hundur í alla stað við erum ekkert smá heppinn að eiga þennan gullmola

kv.

Dísa, Jói og Díma.