Thursday, December 18, 2008

Gleðileg Jól


Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.
Jólakveðjur frá Dímu og Charly
--------------------------------------
Merry christmas and a happy new year.
holiday greetings from Dima and Charly.

Wednesday, November 26, 2008

Díma og svínið





Við gáfum Dímu líka þetta flott svín á mánudaginn :)
Hún var ekki lengi að drepa það en alveg þess virði eins og þið sjáið á þessu videoi.
--------------------------------------------------------------------------------
We gave Dima this pig on monday super fun :) Charly did not want to play with it but he got a big bone :)

Saturday, November 22, 2008






Allt gott að frétta af okkur, Díma losnaði við toppinn sinn áðan og eflaust feginn að vera laus við þessar teygjur alltaf hreint. Charly er líka orðinn alveg flóka laus þökk sé Sóley sem eyddi endalausum tíma í að greiða úr honum. Charly flæktist svo svakalega mikið á meðan ég var á spítalanum að það hálfa væri nóg :S En hann er flóka laus í dag og hefur það gott kallinn.

Annars eru allir hressir Díma náði sér í Domino´s pizzu í gær, hálfa 15" tommu sem við vorum svo vitlaus að skilja eftir á borðinu. Hún náði sér líka í bjúga um daginn þannig að það er ekki skrítið þó að hún sé farinn að fitna. Nú erum við að reyna að grípa hana um leið og hún fer inn í eldhús.

Díma og Charly eru búin að vera mikið með mér uppi í mosó undanfarið og eru farinn að kunna annsi vel við sig þar, fara alltaf í langan göngutúr með mömmu og pabba og fá endalaust af hundakexi frá Stebbu og pabba enda ekki veitir af það virðist vera algjörlega ómögulegt að fita þessa tegund..

-----------------------------------------------------------------------------------------

Dima and Charly are great, Dima lost what was left of her topknot today, she will not go to a dog show until october so i did not see the point in keeping the topknot she looks alot cuter this way :)

Charly was at the dog groomer today and will go again next friday we are trying to keep his coat good and i need all the help i can get..

Everything is just good we go for a walk everyday and they get to run free in the dog park and meet other dogs..

There is nothing else going on just same old. I am still at home not working and no school so the dog´s get to spend alot of time with me lucky them :P

Wednesday, November 12, 2008

News

Everything is just great with the dogs :)

Charly is just lovely as ever, he went to the groomer on Thursday and all good there.
Díma is also good and her coat is starting to grow out.

Díma has been a little stressed laity i am not sure why, but she and Charly are becoming good friends and there are no problems there.

I have been a little sick the last few weeks and had to go to the hospital for a few days but i am home now so maybe that has been stressing Dima..

Next weekend we are going to meet all of Dima´s siblings from the litter, to calibrate their birthday. They turned one year old on 31.10 .

I will hopefully put in some pictures after the weekend..

Tvífarar

Díma er ekki svo ólík sjálfum Einstein, bæði lesblind.

:D





Friday, October 31, 2008

Hún á afmæli í dag :)







Í dag er akkurat ár síðan litli hnoðrinn minn fæddist :)

Ekkert smá hvað tíminn er fljótur að líða, það hefur marg gerst á þessu ári. Fyrir einu og hálfu ári síðan bjóst ég aldrei við því að eiga poodle hvað þá tvo..

En Díma er algjör gullmoli, reyndar gullmoli á smá gelgju í augnablikinu en það gengur yfir :)

Til hamingju með afmælið Snúður, Garpur, Djazz, Bó, Selma, Júlíus, Sesar og Leon.

Wednesday, October 29, 2008

Díma´s new hair cut



Ég varð að klippa Dímu, hún var orðinn alveg rosalega flækt og leið ekki vel litla krúttinu, enda hatar hún greiðuna meira en allt þannig að ég ákvað bara að leifa hárunum að fjúka, enda ekkert nema gott við það fyrir grey hundinn..

Hún er á alveg rosalega erfiðu skeiði núna feldlega séð og hún gerir ekkert nema að flækjast það var búið að prufa að sitja hana í olíu og allt en ekkert virtist virka.
Ég gat meira að segja ekki notað þykkari kambinn sem ég ætlaði að nota, afþví að hún var svo flækt :S

Annars er allt gott að frétta af litlu voffunum, Charly aðlagast rosa vel og er algjört yndi eins og vanalega. Díma hún er smá gelgja en hver elska það ekki ?

Á laugardaginn er svo 1.nóv gangan vonast til að sjá sem flesta þar..
---------------------------------------------------------------------------

I gave up today, Dima´s coat was not in good conditon despite the many atempts to keep it good.
So i desided to shave her and let it grow back out i hope she will be better then she is going through the worst coat change ever. My groomer tells me she is the worst of the whole litter :S

But she is happy now and i am going to go tommorow and by here a nice coat :)

Charly is lovely as ever we just love him. No promblems and his coat is not a promblem..

Im going to sleep now will put new pics of the newly cut Dima tomorrow i have to bath her and cut her better..

Saturday, October 18, 2008

Charly er kominn heim :)


Núna er Charly búin að vera hjá okkur í 3 daga og hefur það alveg afskaplega gott..
Hann er bara æði, rólegur og þægilegur. Sefur vel á næturnar og vaknar með mér á morgnana þegar Díma og Jói sofa..

Það er smá stærðar munur á hundunum ekkert hræðilegt samt, þeim semur mjög vel. Enginn vandræði.

Ég er alveg rosalega ánægð með að hafa fengið svona yndislegan hund :)

Charly mun verða heimsóknar hundur hjá Rauða krossinum sem hann er fullkominn í enda algjör knúsari og Díma fer í hundafimi sem hún á eftir að elska enda algjör gormur..

------------------------------------------------------------------------------------

Charly is just lovely i am so lucky to have him, he has been so good despite all the things he had to go through. The quarantine seems to have had no affect on him, he is just as happy as the day i met him in Germany.
He sleeps all night and wakes up with me in the morning while Dima and Joi are still asleep. I am a morning person and Dima and Joi well they like to sleep :)

Dima and Charly just get along great, they have been to the dog park and run around together and he knows when to quit playing..

Charly will be joining me to visit old folks home and hospitals with the Red cross..
He loves to cuddle so he is perfect for the job..

And Dima and me will be going to agility classes i think see will love that..

Thanks Olga and Jan for this lovely boy.

Thursday, October 9, 2008

Ein vika eftir :)

Eftir akkurat viku verður Charly kominn heim :)
við munum fara á miðvikudaginn að sækja hann og koma svo heim á fimmtudaginn. Verðum kominn til Reykjavíkur fyrir kvöldmat..
Ég er orðinn mjög spennt að fá hann heim og fá að kynnast honum..

Díma fór á hundasýningu 28.sept of fékk Very good og hérna er umsögninn:

Lovely type, good head, a little pale nose pigment, good neck, slightly straight in shoulders, good body prop, well ang. rear, moves well, good coat, lovely temp.

Hún fékk ekki framhald.

Annars er bara allt gott að frétt af Dímu hún er alltaf að verða betri og betri :)

Nema feldurinn á henni er heldur leiðinlegur enda afskaplega slæmur tími núna..

----------------------------------------------------------------------------
And now that i have a dog from outside of Iceland i will start to blog in English also because my German is not so good :)

Now there is only one week until Charly comes home :)
We will leave on Wednesday and we can pick him up on Thursday around 13.
And we will be in Reykjavik before dinner.

I am getting pretty excited to take him home and get to know him better..
Everyone at the quarantine just loves him, so i have no doubt that he is a wonderful boy..

Dima went to a dog show 28.sept and here is her review:

Lovely type, good head, a little pale nose pigment, good neck, slightly straight in shoulders, good body prop, well ang. rear, moves well, good coat, lovely temp.

She did not go to open class..

Dima is great she is always growing and she is becoming more fun with every day..
though her coat is not the most fun at the moment but i hope that it is just temporary

Wednesday, September 24, 2008

Fréttir

Díma er að fara á sýningu núna á sunnudaginn ef hún nær að losna við allar flækjurnar í feldinu, ég sver að ég hélt að það væri ekki hægt að flækjast svona mikið á svona stuttum tíma..

En við vonum að Sóley geti gert kraftaverk ég ætla líka að reyna mitt besta án þess þó að reyta feldinn af :S

Charly hefur það rosa gott í einangrun ótrúlegt en satt, hann er að borða vel og er held ég bara sæll og glaður, enda ekki annað hægt þegar maður er svona sætur strákur.

Díma er fairnn að borða mun betur eftir að ég setti upp fasta matartíma núna fær hún 200 gr af dag af þurrmat eins og er mælt með fyrir hennar þyngd. Ég skipit þessu í tvær máltíðir 100g og 100g. Ég sá líka að þýddi ekkert að hafa hana svona free feedaða. Hvað er Charly er algjört matargat sem borðar allt sem hann sér þá myndi hann náttúrlega borða allt frá Dímu, þannig að það er gott að gefa þeim bara báðum í einu. Þá hef ég líka betri yfirsýn yfir það sem Díma er að borða.

Voffakveðja,

Dísa, Díma og Charly

Tuesday, September 16, 2008

Charly lendir á Íslandi eftir 2 tíma

Jæja þá er dagurinn kominn sem ég er búin að bíða lengi eftir ja eða alveg síðan 12.ágúst.
Jói og Charly eru í flugvélinni as we speak á leiðinni heim frá Amsterdam..

Charly fer svo beint í Hrísey þar sem hann mun dvelja næstu 4 vikurnar eða þangað til að við förum að sækja hann 16.okt.

Nú er Díma bara að nýta tíman sem einkahundur áður en Charly kemur, það er vonandi að þeim muni koma vel saman.

Annars er sýninginn bara eftir tvær vikur og við erum búnar að vera duglegar að æfa okkur og vonandi að sýninginn fari vel og allir skemmti sér konunglega.

Sunday, September 7, 2008

Díma, Charly og allt

Díma þreytt


Það er aðeins 1 vika í að Charly komi til íslands í einangrun, við lentum í smá basli í síðustu viku en það lagaðist allt í gær :) Og Charly er good to go. Jói fer til Amsterdams að sækja hann ekki núna á mánudaginn heldur næsta. Hann fékk nýjan titill síðustu helgi og núna er hann DPK Junior Winner 2008.

Það er allt gott að frétta af henni Dímu litlu hún er alltaf að stækka er reyndar ekki að bæta mikilli þyngd á sig en hún hækkar í cm er núna orðinn 53 cm sem er svo sem allt í lagi fyrir tík en samt svona í minni kantinum væri glöð ef hún næði 55 cm en ég efast um það :P

Hún fór í klippingu til Sóleyjar í síðustu viku og núna er hún kominn í alvöru continetal klippingu, ekkert smá flott.

Við erum líka farin að treysta henni meira og meira og nú hefur hún alla neðri hæðina út af fyrir sig á næturnar, en hún gerir ekkert af sér þá enda alveg rosaleg svefnpurka..

Jói er búin að vera að vinna í nýrri síðu fyrir poodle.is og það er allt í vinnslu komið look og svona en vantar bara efni. Það kemur fljótlega.

Tuesday, August 26, 2008

3 Vikur í að hnoðrinn komi til landsins



Í dag eru akkurat 3 vikur í að Jói og Charly lendi á keflavíkurflugvelli eftir stutt flug frá Amsterdam. Þá tekur við 4 vikna einangrun fyrir Charly í Hrísey. Hann er búin að fara í allar rannsóknir sem hann þarf að fara í, fékk A1 á mjaðmir svo fæ ég að vita PRA vonandi á morgun.

Það er mikil spenna og nú hefur Jói 7 vikur til að hætta að láta Dímu lúlla uppi í rúmi, því að ef Charly fær ekki að lúlla í rúminu þá fær litla prinsessan það ekki heldur :P góð ástæða til að losna við hana enda er ég á móti hundum í rúminu mínu :)

Annars verður farið allar helgar út í hrísey að heimsækja gripinn og kempa feldinn :) vill ekki að hann komi heim sem flókatrippi, segi svona ég veit að Kristinn í Hrísey á eftir að hugsa rosalega vel um hann.

Annars hefur Díma það bara mjög gott hún er sem betur fer að fitna og maður getur ekki lengur spilað á rifbeininn á henni. Hún er líka hætt að flækjast eins svakalega mikið og hún gerði thank god.

Thursday, August 21, 2008

Charly

Jæja nú styttist í nýjasti voffinn fari að koma til landsins, ennþá á eftir að gera nokkur test en ef það gengur allt upp þá ætti hann að mæta á klakann 16.sept.
Við vorum að fá niðurstöður úr mjaðmamyndum og hann er með A1 sem er bara það besta, gæti ekki verið meira happy með það :)
Ég fór út að hitta hann 12.ágúst og hann er algört æði.

Wednesday, July 30, 2008

Curonian Spit Backroad Adventure

Ég er að fara út á laugardaginn til að skoða þennan gaur :)
Hann er fæddur í maí 2007 og er því 15 mánaða.

Ef allt gengur eftir þá kemur hann í einangrun 15.sept og við fáum hann heim 16.okt.


Af Dímu er allt gott að frétta, feldurinn á henni er smá erfiður þessa dagana og ég kannski ekki nógu dugleg en það er á planinu að bæta úr því :)
Enda þýðir ekki að vera latur með tvo púðla á heimilinu, reyndar verða þeir báðir rakaðir niður um leið og ég hætti að sýna þá.

Annars fórum við út að labba með Dímu í gær og Díma var laus og hljóp upp að einhverju fólki, sem spurði: "Can we take a picture of your dog?" með mjög breskum hreim..

Um leið og konan sleppir setningunni þá stillir Díma sér upp og byrjar að kúka við hliðina á konuni Embarassed

Mjög broslegt moment og útlendingurinn tekur mynd af Dímu að skíta og svo nokkrar þar sem Díma situr við hlið dóttur hennar..

Sunday, July 13, 2008

Díma á kayak :)


Síðustu helgi skelltum við okkur í smá ferðalag til Stokkseyrar.
Þar leigðum við okkur kyak og auðvitað fór Díma með eins og vanalega :) og skemmti sér bara mjög vel..
Selma er að koma til okkar í pössun í næstu viku, og verður þangað til í lok Júlí.
Við erum búin að skrá Dímu á næstu HRFI sýningu :)
Annars er bara allt rosa gott að frétta, fyrsta lóðaríið yfir staðið og allir sluppu heilir úr því hehe, engir hvolpar sem betur fer..

Saturday, July 12, 2008

Púðlaeign

Ég mundi flokka Dímu sem sub-standard kajak-drullumallara :D

Thursday, July 10, 2008

Díma Díva

Svona hefði ég hugsað mér að Púðlar væru ... áður en ég fékk Dímu:


Kv. Jói Palli

Tuesday, July 8, 2008

Jòi ad chilla.


Jòi fór i adgerd à hnénu i dag og eg er fastandi fyrir rannsókn á fimmtudag, tannig ad vid erum hàlf ònyt.

Wednesday, July 2, 2008

sýning

Dómurinn hennar Dímu:
Lovely head, Correct bite, To straight in shoulders, to high in the withers. Would like more angel in hind. To close when moving in rear.

Annars fengu Bó, Djazz og Selma heiðursverðlaun :)
Og Bó vann svo besta hvolp teg enda ekkert smá flottur gaur :D

Saturday, June 28, 2008

Sýning á morgun

Jæja nú fer að styttast í það sem við erum búin að vera bíða eftir :D Sýninginn á morgun og Díma var að koma úr baði glansandi fín og flott.
Þetta verður spennandi keppni enda eru 6 hvolpar úr gotinu sem taka þátt, met þáttaka miðað við að þetta er poodle og það er sko ekki auðvelt að halda þeim fínum fyrir sýningar. En engu að síður mjög gaman og alveg rosa glæsilegir hundar.
Annars byrjaði Díma að lóða á mánudaginn á besta tíma ever :) hún er bara að verða fullorðinn daman.
Núna er ég búin með skólan til að komast inn í hjúkkuna í haust þá ætti ég nú að fara að geta tekið mér tíma til að henda öllum myndunum inn :S ég hálf skammast mín bara hehe.. Og fara að vinna eitthvað í poodle.is :)
Þetta er allt að koma hjá okkur.
Annars vona ég bara að okkur gangi öllum rosa vel á morgun enda borgar sig að eiga fallega hunda til að mynda stofninn okkar hérna á íslandi sem ég vona að muni stækka í framtíðinni.
Við hittum svo hann Júlíus(Flóka) áðan og hann hefur það alveg rosalega gott, og lítur mun betur út, heldur en þegar við fengum hann... Mjög ánægð með nýja heimilið hans.

Vel ble í bili kem með update eftir sýningu á morgun.

Tuesday, May 27, 2008

Hvolpaskóla einkunnir

Jæja við vorum að fá einkunninar í hús og Ég fékk 10 á skriflega og við Díma fengum 9,3 í verklega.
Nokkuð sátt bara :D Til að bera saman þá fengu Jói og Húgó 8,5 í bóklega og 9,8 í verklega. Þannig að það er nokkuð ljóst að ég er betri hundaeigandi og Húgó betri hundur :P

Annars er Flóki ennþá hjá okkur og hefur það bara mjög gott, er á fullu að læra ýmsar hundakúnstir eins og innkall og svona, er ekki alveg að fatta að það er bannað að stinga af á eftir næsta fugli. Díma víkur aldrei frá okkur :D

En við ætlum að skutla Flóka alla leið á Ísafjörð á föstudaginn, þar sem hann mun vonandi eignast framtíðarheimili ef allt gengur eftir. Okkur fannst kjörið að nýta tækifærið og skjótast vestur, mér fannst líka eitthvað svo leiðinlegt að henda honum bara í flug á svona ókunnar slóðir :)

Friday, May 23, 2008

Dímu og Flóka fréttir

Nú er Flóki búin að vera hjá okkur í eina viku. Hann hefur það alveg afskaplega gott hjá okkur fyrir utan kúlu skortin, en kappinn fór í geldingu á þriðjudaginn..
Við Díma kláruðum hvolpaskólan síðasta miðvikudag en fengum ekki gullverðlaun enda er gelgjan farin að segja sterklega til sín :S

Annars er hvolpa hittingur á morgun og það verður gaman að hitta restina af hvolpunum sem flóki hefur ekki hitt síðan hann var 2 mánaða.

Og ég fer alveg að sitja inn myndir lofa :S hehe allt of löt við þetta.

Friday, May 16, 2008

Flóki




Við tókum að okkur bróðir hennar Dímu, hann Flóka.
Hann er að leita sér að góðu framtíðar heimili.
Ef einhver hefur áhuga á að gefa honum gott heimili þá er hægt að hafa samband við mig í síma 8664747(Þórdís)
Hann er geldur en er með HRFI ættbók..

Sunday, May 11, 2008

Smá fréttir

Díma fór í sína fyrstu sýningarþjálfun í dag enda er gott að byrja að æfa sig strax ef við ætlum að heilla dómarann :P
Það gékk bara rosa vel við þurfum bara að æfa okkur í að hitta ókunnuga og stilla Dímu rétt upp..
Svo eru bara tveir tímar eftir á hlýðninámskeiðinnu og Díma er búin að standa sig eins og hetja ég hef ekki þurft að leiðrétta hana einu sinni enda er hún löngu búin að læra þetta allt.

Við erum núna á Ægisíðunni að passa Alex og París Cavalier bræðurnar, en þeim líkar ekkert allt of vel við Dímu, hún er of mikill hvolpur fyrir þá.

Annars er Díma að fara í snyrtingu á þriðjudaginn til Sóleyjar og svo fer hún næst í snyrtingu fyrir sýninguna. Enda er hún orðinn smá lubbaleg núna. Ég hef samt rakað hana í framan.

Díma fékk smá eyrnabólgu um daginn sem hún er alveg búin að jafna sig af.
Litli hvolpurinn okkar er líka alltaf að stækka og er orðinn í dag 11.5 kg sem er ekki mikið en hún á eftir að stækka meira :D

Monday, April 21, 2008

Díma ofvirka

Það fara alveg að koma myndir :)
en þangað til fáið þið þetta myndband af ofvirku dúllunni minni

Tuesday, April 1, 2008

5.mánaða

Það eru komnir 3 mánuðir síðan við brunuðum upp á Skaga að ná í gullmolan okkar :D
Eins og vanalega gengur rosa vel erum byrjuð í hvolpa skólanum og Díma er að brillera fyrir utan það að hún vill ekkert tala við hina hundana í leiktímanum.
En við stefnum á gullið..

Svo er klipping hjá Sóley Möller á fimmtudaginn set inn myndir um leið og hún er búin.

Sunday, March 23, 2008

Blautur púðli


Lítur svona út ;P

Við erum ennþá að passa Newton enda finnst Dímu rosa gaman að hafa hann.
Leikur sér endalaust við hann og hann þarf ekki einu sinni að taka þátt í leiknum til að henni finnist hann skemmtilegur.

Mér finnst rosa gaman að hafa tvo hunda en Jóa finnst skemmtilegra að hafa bara eitt dýr til að dekra..

Annars var Díma með smá glóðurauga í gær, eftir að hafa labbað á púströrið á bílnum okkar þetta var reyndar ekki mar, heldur sót af púströrinu sem leit út eins og glóðurauga þannig að hún var kölluð Depill í gær :P

Díma er stöðugt að þyngjast eftir að við fengum mat fyrir hana sem hún vill borða. Var hætt að borða gamla matinn. Núna er hún orðinn 11 kg.

Sunday, March 16, 2008

Newton í pössun



Við erum að passa Newton pabba hennar Dímu á meðan Aþena mamman er að lóða.
Tókum hann með okkur upp í sumó á föstudaginn og svo sjáum við til hvað hann verður lengi. Hingað til hefur pössuninn gengið alveg rosalega vel og þetta er ekkert smá auðveldur og þægur hundur. Hann elskar klapp og knús og hlýðir öllu sem við segjum.
Og hefur náð að bræða nokkur hjörtu :P Við fórum með hann í Garðheima í dag að kaupa mat handa Dímu en þar voru stórhundadagar í gangi og þó að Standard Poodelinn sé flokkaður sem smáhundur þá er það nú bara einhver tímaskekkja. Hann fékk allavega mikla athygli og mikið klapp og knús.

En svo við tölum nú smá um Dímu líka :)
Þá er hún að stækka á alveg feiknar hraða og orðinn 10 kg þannig að hún á svona helming eftir miðað við pabba sinn sem ég viktaði áðan og hann er slétt 20 kg, hún er samt ekki nógu dugleg að borða þessi elska en ætli það sé samt ekki bara fóðrið því hún elskar allt annað en það. Þannig að ég fór í dag og keypti bara aftur Royal Canine handa henni og hún kláraði það í einum hvelli.

Svo erum við að byrja á hvolpa námskeiði í næstu viku hjá Ástu í Gallerí Voff mig hlakkar alveg rosalega mikið til, Jói fór með Húgó þannig að ég fer með Dímu en auðvitað fylgist Jói með eins og ég fylgdist með Húgó. Svo kemur Romeó tjúa strákur með okkur líka þannig að þetta verður mikið fjör.

Svo næstu daga verður kveikt á webcaminu og þá getið þið séð Dímu og Newton :)
Ætli það verði ekki í gangi frá 9-15

Kveðja,
Díma og Newton

Sunday, March 9, 2008

hundahittingur



Fórum í dag upp á skaga til að hitta systkini Dímu eða hluta af þeim, Það voru 4 hvolpar sem mættu Díma kom ekki vegna veikinda :P en hún verður orðinn rosa fjörug fyrir næsta hitting enda er hún öll að koma til og alveg að verða hita laus.

Þeir voffar sem mættu voru Leon, Jazz, Sesar og Selma.
Það vantaði Bó, Flóka, Snúð, Garp og Dímu.

Við fórum í göngum og svo kíktum við heim til Maríu og Kára þar sem við fengum vöfflur og heitt kakó alveg magnað gott og hlakka mikið til næsta hittings.

Sunday, March 2, 2008

Díma farinn að missa hvolpa tennurnar :)



Ég skoða upp í Dímu á hverjum degi þannig að ég skil ekki hvernig þetta fór fram hjá mér :) en í gær þá var hún búin að missa allar tennurnar í efri gómnum nema eina.
Ég náði þeim reyndar ekki þannig að það var ekkert til að sitja undir koddan fyrir tannálfinn :P
Hérna er svo mynd af tannlaus gerpinu mínu ;)

Wednesday, February 27, 2008

Díma lasin



Díma nældi sér í kennel hósta sem á víst ekki að vera neitt alvarlegt enda byrjaði hún bara að sýna einkenni í gær og ég dreif mig strax með hana til dýralæknis í dag og fékk sýklalyf. Þannig að ég vona að þetta verðir fljótt að ganga yfir og ég er búin að láta alla voffa sem við hittum vita af þessu þannig að vonandi breiðist þetta ekki út. Þetta er eins og þegar barnið manns fær njálg á leikskóla þá þarf maður að láta alla foreldrana vita.

Annars er hérna smá grein um sjúkdóminn og svo mynd af sjúklingnum sem er reyndar ekkert svo mikil sjúklingur alveg bráð hress..

Wednesday, February 20, 2008

Díma er komin með hlutverk

Eða hún heldur að hún sé komin með hlutverk og það er að passa húsið. Hún er farin að eyða stórum hluta af deginum úti í garði að passa að enginn óboðinn láti sjá sig of nærri húsinu ef það gerist þá geltir hún tvisvar og röltir svo rosa stolt í burtu haldandi að hún hafi bjargað lífi okkar.
Hún má nú alveg hafa þetta hlutverk ef hún geltir ekki of mikið þá tökum við til okkar ráða. En það er fínt að láta fólk vita að það er komin "Stór" hundur í húsið :)

Svo fórum við í síðustu parvó sprautuna í dag ekkert vælt :)
Við bíðum spenntar eftir lifrabólgu sprautunni svo eftir 3 vikur þá erum við til í allt :)

Annars allt gott að frétta af okkur varðhundinum..

Sunday, February 17, 2008

Díma að stækka :)

Díma er orðinn 7.8 kg og stækkar stannslaust mamma fer næstum því að vera hrædd við hana :P
Við erum farin að kenna henni á hundaflautu og hún er strax búin að læra að koma þegar við flautum. Þetta er alveg yndisleg tegund rosa fljót að læra. Það eina sem eg ætla að kvarta yfir og ég þarf að laga er að hún geltir stundum úti í garði ef einhver gengur framhjá grindverkinu, hún er rosa varðhundur í sér.

Við Jói erum búin að leggja frá pening til að flytja inn rakka, en ekki fyrr en Díma er búin að fara í mjaðmamyndatöku. Það verður got hjá þessum ræktanda í haust og mig langar soldið í hvolp þaðan. En annars er ég líka að spá í að reyna að fá fullorðin hund sem hefur verið sýndur og mjaðmamyndaður svo við séum ekki að henda pening út um gluggan :S

Wednesday, February 13, 2008

búin að fá rakvél



Loksins kom rakvélin sem ég var búin að bíða svo lengi eftir Andis AGC 2, og auðvitað varð ég að prufa hana á Dímu og þar sem ég er ekki vön þá tók þetta smá tíma og eftir að Díma var búin að sýna mikla þolinmæðiði þá gafst hún upp. Þannig að hún er með smá hár á hökunni sem er aðeins lengra en það sést ekkert enda svo stutt síðan hún var rökuð síðast. Eftir raksturinn þá skellti ég henni í bað sem var löngu over due enda komnar 3 vikur síðan hún fór síðast í bað. En ég hafði keypt nýtt shampoo á sama tíma og rakvélina sem ég varð líka að prufa :)

Annars gengur bara alveg rosalega vel með hana erum að fara í síðustu parvo sprautuna í næstu viku og svo er komin orðrómur um að það sé nýtt bóluefni við lifrabólgu á leiðinni sem eru miklar gleðifréttir.

Myndin hérna að ofan er tekin af henni í gær eftir að ég var búin að greiða henni.

Friday, February 1, 2008

3. mánaða



Þá er Díma búin að búa hjá okkur í 1 mánuð finnst eins og það sé heil eilífð síðan við fórum að ná í hana en það er ekki lengra en þetta :)Það er rosalega margt búið að gerast á þessum mánuði við erum búin að hitta nokkra hundavini okkar og hunda fjölskylduna hennar Dímu. Núna erum við t.d. að passa Alex og París Cavalier bræður sem eru reyndar ekkert rosalega miklir vinir hennar Dímu en þau ná að lifa í sátt og samlyndi ef Díma lætur þá í friði :P smá grumpy gamlir kallar..
Díma er alveg orðið vön því að labba í taum hún á það reyndar til að skoppa full mikið varla að hún snerti jörðina þegar við förum út. Svo er hún orðin alveg húsvön og farin að láta vita þegar hún vill fara út, en missir stundum inni smá þvag við mikin spenning en þá höfum við oftast bara hent henni út ef við vitum að það er mikil spenningur á leiðinni :)
Díma er í dag 7 kg og stækkar hratt og alveg æðislegur hundur í alla stað við erum ekkert smá heppinn að eiga þennan gullmola

kv.

Dísa, Jói og Díma.

Thursday, January 24, 2008

Romeo Versace



Við fórum að hitta nýja vin okkar hann Rómeo sem er sonur hennar Tinnu :)
Þeim samdi ekkert allt of vel í fyrstu en svo fór það nú að skána en Díma var hálf hrædd við litla karlinn enda urraði hann og gelti á hana :P

Tuesday, January 22, 2008

Snjór


Díma stækkar með hverjum deginum og er rosa dugleg að borða, enginn inni slys :P
Hún hefur reyndar lent í því tvisvar að missa smá þvag af spenningi þegar hún hefur verið að hitta nýtt ofsa spennandi fólk :)

Annars erum við að fara á eftir í Víðidalin í hvolpasprautu nr 2 svo að hún meigi nú fara að hitta aðra hunda enda erum við að fara passa vini okkar Alex og París(cavalier) í byrjun Feb. Og nóg af hundavinum til að hitta, Hektor sem er snauzer, Dimmu sem er min pin, Sprett sem er Bassett fauve og Alex og París sem eru Cavalier voffar.

Get ekki sagt annað en annað en að Poodleinn sé æðisleg tegund það litla sem ég er búin að kynnast henni og mjög þægilegir hundar. Hlakka mikið til þegar hún verður eldri og við getum farið að gera hluta saman af fullum krafti

Sunday, January 13, 2008

Baðtími



Við skelltum Dímu í bað í gær, það gékk rosa vel. Hún var ekkert yfir sig hrifin fyrst en svo var þetta allt í lagi. Við blésum hana svo í fyrsta skiptið með ryksugunni og hún svínvirkar alveg þurkar allt á met tíma, Díma var smá smeik við hana í fyrstu en ekki komst hún upp með það (hún fær ekki að vera hrædd við neitt). Eftir baðið leit hún út eins og hún hefði lent í þurrkara :) ég er ennþá að læra inn á poodle feldin en mér fannst hún samt rosa sæt og auðvitað fékk hún vænan harðfisk bita að launum fyrir að vera svona góð stelpa.

Thursday, January 10, 2008



Dímu finnst æði að sofa á fötunum hans Jóa og Jóa finnst það æði líka. Fín afsökun til að þurfa ekki að brjóta saman fötin og ganga frá þeim, heldur getur hann bara lagt þau frá sér hvar sem er svo að litli voffinn geti fengið að lúlla.

Wednesday, January 9, 2008

Retriver deildin rúlar :)

Ég var að tala við Sigurð sem sér um námskeiðin hjá Retriver deildinni og hann hefur samþykkt að fá okkur Dímu á námskeið þegar hún hefur náð réttum aldri :)
Ég er ekkert smá glöð enda er það stór draumur að nota Dímu í veiði.

Ég var ekki viss fyrst því eins og þið væntanlegað vitið þá er Díma ekki retriver hundur en hún er sækir. Og við skulum sko standa okkur eins og hetjur á þessu námskeiði.

Annars er allt gott að frétta af fröken Dímu hún er farin að skilja betur hvenær hún eigi að fara út og hvað hún eigi að gera þar :P Hún er búin að læra að sitja, liggja, heilsa og búr. Svona smá viðbót þá er ég líka að kenna henni að skríða :P

En þetta er allt gert þegar hún er full af einbeitingu og hætt eftir umþað bil tvær mín þá er einbeitninginn farinn enda ennþá lítill hvolpur.

Kveðja,

Díma og Dísa

Friday, January 4, 2008

Nafnið hennar Dímu og fyrsta vikan.

Ég hef komist að því með smá hjálp frá Wikipedia :) að nafnið hennar Dímu þýðir á ensku samt: Dima, an Arabic name for a girl, meaning "downpour", "first rain" or "the cloud that bears the first rain"

En annars erum við Díma bara að knúsast á daginn og læra nýja hluti.
Díma er alveg búin að fatta það að þegar hún fer út þá á hún að gera nr 1 eða 2 ekki hlaupa eins og hauslaus hæna í hringi :D en það er í miklu uppáhaldi að spretta úr spori út um allt.
Hún er búin að læra að sitja eftir skipun og leggst ef ég er með nammi annars ekki, svo í dag var hún í fyrsta skipti að heilsa.

Við fórum í bílferð upp í mosó í gær, en það var í fyrsta skiptið sem hún fer í búrinu sínu og það var ekki mikil gleði :P En hún hætti að væla að lokum.

Í dag bjallaði ég svo í Brynju Tomer til að fræðast um hunda sem eru heimsóknarvinir hjá rauðakrossinum, Díma er víst aðeins of ung í það vantar samt bara 10 mánuði upp á :)En Brynja sagði mér að hafa samband þegar hún yrði eins árs og þá mundum við meta það hvort hún væri tilbúin að fara í heimsóknir þangað til reynum við bara að hitta eins mikið af fólki og við getum og fara í svona skrítnar byggingar til að venja hana við. En þetta er rosalega spennandi verkefni og ég held að kónga púðlin sé kjörin í þetta verk.
En það er rosa mikið sem við Díma höfum planað saman í framtíðinni svo sjáum við bara til hvað okkur finnst skemmtilegast, en við ætlum að kíkja á hundsýningar, hundafimi, hundabjörgunar sveitina, veiði og heimsóknarvinur þannig að það verður nóg að gera, enda eru púðlar mikið fyrir vinnu þannig að henni leiðist ekki á meðan.

En á morgun ætlar Jói að sitja upp almennilega myndasíðu handa dömunni þannig að þetta fer allt að koma.

kveðja,
Díma og co.

Wednesday, January 2, 2008

Hvolpanámskeið.

Ég var að skrá okkur á hvolpanámskeið hjá Gallerí Voff förum þangað eftir 3 mánuði.
Annars gengur ennþá bara rosalega vel, sefur á næturnar og gerir allt sitt úti.