Tuesday, May 27, 2008

Hvolpaskóla einkunnir

Jæja við vorum að fá einkunninar í hús og Ég fékk 10 á skriflega og við Díma fengum 9,3 í verklega.
Nokkuð sátt bara :D Til að bera saman þá fengu Jói og Húgó 8,5 í bóklega og 9,8 í verklega. Þannig að það er nokkuð ljóst að ég er betri hundaeigandi og Húgó betri hundur :P

Annars er Flóki ennþá hjá okkur og hefur það bara mjög gott, er á fullu að læra ýmsar hundakúnstir eins og innkall og svona, er ekki alveg að fatta að það er bannað að stinga af á eftir næsta fugli. Díma víkur aldrei frá okkur :D

En við ætlum að skutla Flóka alla leið á Ísafjörð á föstudaginn, þar sem hann mun vonandi eignast framtíðarheimili ef allt gengur eftir. Okkur fannst kjörið að nýta tækifærið og skjótast vestur, mér fannst líka eitthvað svo leiðinlegt að henda honum bara í flug á svona ókunnar slóðir :)

Friday, May 23, 2008

Dímu og Flóka fréttir

Nú er Flóki búin að vera hjá okkur í eina viku. Hann hefur það alveg afskaplega gott hjá okkur fyrir utan kúlu skortin, en kappinn fór í geldingu á þriðjudaginn..
Við Díma kláruðum hvolpaskólan síðasta miðvikudag en fengum ekki gullverðlaun enda er gelgjan farin að segja sterklega til sín :S

Annars er hvolpa hittingur á morgun og það verður gaman að hitta restina af hvolpunum sem flóki hefur ekki hitt síðan hann var 2 mánaða.

Og ég fer alveg að sitja inn myndir lofa :S hehe allt of löt við þetta.

Friday, May 16, 2008

Flóki




Við tókum að okkur bróðir hennar Dímu, hann Flóka.
Hann er að leita sér að góðu framtíðar heimili.
Ef einhver hefur áhuga á að gefa honum gott heimili þá er hægt að hafa samband við mig í síma 8664747(Þórdís)
Hann er geldur en er með HRFI ættbók..

Sunday, May 11, 2008

Smá fréttir

Díma fór í sína fyrstu sýningarþjálfun í dag enda er gott að byrja að æfa sig strax ef við ætlum að heilla dómarann :P
Það gékk bara rosa vel við þurfum bara að æfa okkur í að hitta ókunnuga og stilla Dímu rétt upp..
Svo eru bara tveir tímar eftir á hlýðninámskeiðinnu og Díma er búin að standa sig eins og hetja ég hef ekki þurft að leiðrétta hana einu sinni enda er hún löngu búin að læra þetta allt.

Við erum núna á Ægisíðunni að passa Alex og París Cavalier bræðurnar, en þeim líkar ekkert allt of vel við Dímu, hún er of mikill hvolpur fyrir þá.

Annars er Díma að fara í snyrtingu á þriðjudaginn til Sóleyjar og svo fer hún næst í snyrtingu fyrir sýninguna. Enda er hún orðinn smá lubbaleg núna. Ég hef samt rakað hana í framan.

Díma fékk smá eyrnabólgu um daginn sem hún er alveg búin að jafna sig af.
Litli hvolpurinn okkar er líka alltaf að stækka og er orðinn í dag 11.5 kg sem er ekki mikið en hún á eftir að stækka meira :D