Friday, January 4, 2008

Nafnið hennar Dímu og fyrsta vikan.

Ég hef komist að því með smá hjálp frá Wikipedia :) að nafnið hennar Dímu þýðir á ensku samt: Dima, an Arabic name for a girl, meaning "downpour", "first rain" or "the cloud that bears the first rain"

En annars erum við Díma bara að knúsast á daginn og læra nýja hluti.
Díma er alveg búin að fatta það að þegar hún fer út þá á hún að gera nr 1 eða 2 ekki hlaupa eins og hauslaus hæna í hringi :D en það er í miklu uppáhaldi að spretta úr spori út um allt.
Hún er búin að læra að sitja eftir skipun og leggst ef ég er með nammi annars ekki, svo í dag var hún í fyrsta skipti að heilsa.

Við fórum í bílferð upp í mosó í gær, en það var í fyrsta skiptið sem hún fer í búrinu sínu og það var ekki mikil gleði :P En hún hætti að væla að lokum.

Í dag bjallaði ég svo í Brynju Tomer til að fræðast um hunda sem eru heimsóknarvinir hjá rauðakrossinum, Díma er víst aðeins of ung í það vantar samt bara 10 mánuði upp á :)En Brynja sagði mér að hafa samband þegar hún yrði eins árs og þá mundum við meta það hvort hún væri tilbúin að fara í heimsóknir þangað til reynum við bara að hitta eins mikið af fólki og við getum og fara í svona skrítnar byggingar til að venja hana við. En þetta er rosalega spennandi verkefni og ég held að kónga púðlin sé kjörin í þetta verk.
En það er rosa mikið sem við Díma höfum planað saman í framtíðinni svo sjáum við bara til hvað okkur finnst skemmtilegast, en við ætlum að kíkja á hundsýningar, hundafimi, hundabjörgunar sveitina, veiði og heimsóknarvinur þannig að það verður nóg að gera, enda eru púðlar mikið fyrir vinnu þannig að henni leiðist ekki á meðan.

En á morgun ætlar Jói að sitja upp almennilega myndasíðu handa dömunni þannig að þetta fer allt að koma.

kveðja,
Díma og co.