Wednesday, January 9, 2008

Retriver deildin rúlar :)

Ég var að tala við Sigurð sem sér um námskeiðin hjá Retriver deildinni og hann hefur samþykkt að fá okkur Dímu á námskeið þegar hún hefur náð réttum aldri :)
Ég er ekkert smá glöð enda er það stór draumur að nota Dímu í veiði.

Ég var ekki viss fyrst því eins og þið væntanlegað vitið þá er Díma ekki retriver hundur en hún er sækir. Og við skulum sko standa okkur eins og hetjur á þessu námskeiði.

Annars er allt gott að frétta af fröken Dímu hún er farin að skilja betur hvenær hún eigi að fara út og hvað hún eigi að gera þar :P Hún er búin að læra að sitja, liggja, heilsa og búr. Svona smá viðbót þá er ég líka að kenna henni að skríða :P

En þetta er allt gert þegar hún er full af einbeitingu og hætt eftir umþað bil tvær mín þá er einbeitninginn farinn enda ennþá lítill hvolpur.

Kveðja,

Díma og Dísa