Friday, February 1, 2008

3. mánaða



Þá er Díma búin að búa hjá okkur í 1 mánuð finnst eins og það sé heil eilífð síðan við fórum að ná í hana en það er ekki lengra en þetta :)Það er rosalega margt búið að gerast á þessum mánuði við erum búin að hitta nokkra hundavini okkar og hunda fjölskylduna hennar Dímu. Núna erum við t.d. að passa Alex og París Cavalier bræður sem eru reyndar ekkert rosalega miklir vinir hennar Dímu en þau ná að lifa í sátt og samlyndi ef Díma lætur þá í friði :P smá grumpy gamlir kallar..
Díma er alveg orðið vön því að labba í taum hún á það reyndar til að skoppa full mikið varla að hún snerti jörðina þegar við förum út. Svo er hún orðin alveg húsvön og farin að láta vita þegar hún vill fara út, en missir stundum inni smá þvag við mikin spenning en þá höfum við oftast bara hent henni út ef við vitum að það er mikil spenningur á leiðinni :)
Díma er í dag 7 kg og stækkar hratt og alveg æðislegur hundur í alla stað við erum ekkert smá heppinn að eiga þennan gullmola

kv.

Dísa, Jói og Díma.