Við erum að passa Newton pabba hennar Dímu á meðan Aþena mamman er að lóða.
Tókum hann með okkur upp í sumó á föstudaginn og svo sjáum við til hvað hann verður lengi. Hingað til hefur pössuninn gengið alveg rosalega vel og þetta er ekkert smá auðveldur og þægur hundur. Hann elskar klapp og knús og hlýðir öllu sem við segjum.
Og hefur náð að bræða nokkur hjörtu :P Við fórum með hann í Garðheima í dag að kaupa mat handa Dímu en þar voru stórhundadagar í gangi og þó að Standard Poodelinn sé flokkaður sem smáhundur þá er það nú bara einhver tímaskekkja. Hann fékk allavega mikla athygli og mikið klapp og knús.
En svo við tölum nú smá um Dímu líka :)
Þá er hún að stækka á alveg feiknar hraða og orðinn 10 kg þannig að hún á svona helming eftir miðað við pabba sinn sem ég viktaði áðan og hann er slétt 20 kg, hún er samt ekki nógu dugleg að borða þessi elska en ætli það sé samt ekki bara fóðrið því hún elskar allt annað en það. Þannig að ég fór í dag og keypti bara aftur Royal Canine handa henni og hún kláraði það í einum hvelli.
Svo erum við að byrja á hvolpa námskeiði í næstu viku hjá Ástu í Gallerí Voff mig hlakkar alveg rosalega mikið til, Jói fór með Húgó þannig að ég fer með Dímu en auðvitað fylgist Jói með eins og ég fylgdist með Húgó. Svo kemur Romeó tjúa strákur með okkur líka þannig að þetta verður mikið fjör.
Svo næstu daga verður kveikt á webcaminu og þá getið þið séð Dímu og Newton :)
Ætli það verði ekki í gangi frá 9-15
Kveðja,
Díma og Newton
Sunday, March 16, 2008
Newton í pössun
Posted by Dísa at 3:15 PM
Subscribe to:
Comment Feed (RSS)
|