Sunday, May 11, 2008

Smá fréttir

Díma fór í sína fyrstu sýningarþjálfun í dag enda er gott að byrja að æfa sig strax ef við ætlum að heilla dómarann :P
Það gékk bara rosa vel við þurfum bara að æfa okkur í að hitta ókunnuga og stilla Dímu rétt upp..
Svo eru bara tveir tímar eftir á hlýðninámskeiðinnu og Díma er búin að standa sig eins og hetja ég hef ekki þurft að leiðrétta hana einu sinni enda er hún löngu búin að læra þetta allt.

Við erum núna á Ægisíðunni að passa Alex og París Cavalier bræðurnar, en þeim líkar ekkert allt of vel við Dímu, hún er of mikill hvolpur fyrir þá.

Annars er Díma að fara í snyrtingu á þriðjudaginn til Sóleyjar og svo fer hún næst í snyrtingu fyrir sýninguna. Enda er hún orðinn smá lubbaleg núna. Ég hef samt rakað hana í framan.

Díma fékk smá eyrnabólgu um daginn sem hún er alveg búin að jafna sig af.
Litli hvolpurinn okkar er líka alltaf að stækka og er orðinn í dag 11.5 kg sem er ekki mikið en hún á eftir að stækka meira :D