Tuesday, May 27, 2008

Hvolpaskóla einkunnir

Jæja við vorum að fá einkunninar í hús og Ég fékk 10 á skriflega og við Díma fengum 9,3 í verklega.
Nokkuð sátt bara :D Til að bera saman þá fengu Jói og Húgó 8,5 í bóklega og 9,8 í verklega. Þannig að það er nokkuð ljóst að ég er betri hundaeigandi og Húgó betri hundur :P

Annars er Flóki ennþá hjá okkur og hefur það bara mjög gott, er á fullu að læra ýmsar hundakúnstir eins og innkall og svona, er ekki alveg að fatta að það er bannað að stinga af á eftir næsta fugli. Díma víkur aldrei frá okkur :D

En við ætlum að skutla Flóka alla leið á Ísafjörð á föstudaginn, þar sem hann mun vonandi eignast framtíðarheimili ef allt gengur eftir. Okkur fannst kjörið að nýta tækifærið og skjótast vestur, mér fannst líka eitthvað svo leiðinlegt að henda honum bara í flug á svona ókunnar slóðir :)