Sunday, September 7, 2008

Díma, Charly og allt

Díma þreytt


Það er aðeins 1 vika í að Charly komi til íslands í einangrun, við lentum í smá basli í síðustu viku en það lagaðist allt í gær :) Og Charly er good to go. Jói fer til Amsterdams að sækja hann ekki núna á mánudaginn heldur næsta. Hann fékk nýjan titill síðustu helgi og núna er hann DPK Junior Winner 2008.

Það er allt gott að frétta af henni Dímu litlu hún er alltaf að stækka er reyndar ekki að bæta mikilli þyngd á sig en hún hækkar í cm er núna orðinn 53 cm sem er svo sem allt í lagi fyrir tík en samt svona í minni kantinum væri glöð ef hún næði 55 cm en ég efast um það :P

Hún fór í klippingu til Sóleyjar í síðustu viku og núna er hún kominn í alvöru continetal klippingu, ekkert smá flott.

Við erum líka farin að treysta henni meira og meira og nú hefur hún alla neðri hæðina út af fyrir sig á næturnar, en hún gerir ekkert af sér þá enda alveg rosaleg svefnpurka..

Jói er búin að vera að vinna í nýrri síðu fyrir poodle.is og það er allt í vinnslu komið look og svona en vantar bara efni. Það kemur fljótlega.