Wednesday, September 24, 2008

Fréttir

Díma er að fara á sýningu núna á sunnudaginn ef hún nær að losna við allar flækjurnar í feldinu, ég sver að ég hélt að það væri ekki hægt að flækjast svona mikið á svona stuttum tíma..

En við vonum að Sóley geti gert kraftaverk ég ætla líka að reyna mitt besta án þess þó að reyta feldinn af :S

Charly hefur það rosa gott í einangrun ótrúlegt en satt, hann er að borða vel og er held ég bara sæll og glaður, enda ekki annað hægt þegar maður er svona sætur strákur.

Díma er fairnn að borða mun betur eftir að ég setti upp fasta matartíma núna fær hún 200 gr af dag af þurrmat eins og er mælt með fyrir hennar þyngd. Ég skipit þessu í tvær máltíðir 100g og 100g. Ég sá líka að þýddi ekkert að hafa hana svona free feedaða. Hvað er Charly er algjört matargat sem borðar allt sem hann sér þá myndi hann náttúrlega borða allt frá Dímu, þannig að það er gott að gefa þeim bara báðum í einu. Þá hef ég líka betri yfirsýn yfir það sem Díma er að borða.

Voffakveðja,

Dísa, Díma og Charly